Blog Image

Sindri Snær

About the page

This page is about Sindri Snær and his journey to his parents Hjalti and Korinna.

4.febrúar

Being home Posted on 04 Feb, 2014 20:48:21

Á sundæfingunni í dag var æft með korki og skilaði það sér að við mæðgin höfðum æft okkur aðeins um helgina. Ég var að æfa mig að kippa hann upp til að að anda á réttum tíma á meðan Sindri var að reyna að vera með beina hendur, sísparkandi og rétt að láta tásurnar snerta sundlaugabotnin til að finna öryggið.

Klipptum út rísaeðlu kvöldsins, ég sitt hérna á grjónapúðanum, er að klára tölvuvinnuna mína, hlusta á Frú Vigdísi og drengurinn okkar sáttur alveg einn inní hjá sér og ég er ekki fráþví að hann sofnaði bara 1-2-3 þretytur eftir æfingunni.is3.febrúar

Being home Posted on 03 Feb, 2014 22:18:53

Sindri valdi sér hangikjöt sem verðlaun…

Ó, hangikjöt, ó, hangikjöt,

og rófustappa, grænar baunir, súrhvalur.

Ó hangikjöt, ó, hangikjöt,

og sviðasulta, hrútspungar og harðfiskur.

Og hákarl, og flatbrauð!

Mér finnst svo gott að borða allan þennan mat.

Og hákarl, og flatbrauð!

Mér finnst svo gott að borða allan þennan mat.2.febrúar

Being home Posted on 02 Feb, 2014 20:42:05

Skref eitt: Ég er ekki upp í rúminu okkar Hjalta heldur sit fyrir framan herbergið hans Sindra.
Er orðin pínu forvitin hvað (leyfi mér ekki að efast ekki um hvort) hann velji sér í bónus á morgun smiley1.febrúar

Being home Posted on 01 Feb, 2014 20:15:40

Í morgun byrjaði Sindri aðeins á því að tala um tímann áður en hann hitti okkur, við reyndum að fá hann til að tjá sig um hvar hann átti heima og þessháttar. Svörin voru pínu loðin en svo fór þetta aftur á stað núna í kvöld.

Eftir kvöldmat sát fjölskyldan í sofanum, horfðum á íþróttafréttir og skoðuðum myndasafnið mitt á facebook.

Sindri, hefur þú séð þessa mynd áður?
Já.
Hvar varstu þegar þú sást hana?
mmhh?
Varstu hérna heima?
Nei (bendir á gluggann út í nóttina) ég var þarna, langt í burtu.

Þessi mynd af mér var semsagt í bókinni sem við sandum honum út. Hann var 3 ára og 10 mánaða þegar hann kom til Íslands svo að það sé alveg klárt mál að hann á slatta af minningum. Við erum ekki að ýta á Sindra að tjá sig um þær en erum tilbúin að hlusta ef hann er til að ræða þetta.

Hann sagði líka við mig í morgun að hann hafði átt heima í gulu og fjólubláu húsi með fjórum öðrum en að hann hann hafði að koma hingað til mömmu og pabba. “Mamma, þú átt tvo stráka.”

Sindri veit líka að nautið, drekinn, örninn og risinn vernda landið okkar, Ísland og að borgin okkar heitir Reykjavík og að hann heima að Hrísrima 3.31.janúar

Being home Posted on 31 Jan, 2014 21:02:31

Ég hjólaði heim í dag, náði í sleðann og sótti Sindra á leikskólanum. Við vorum um 200m frá þeim þegar hann bendi á leikskólabræðurnar sínar, Guðjóni og Einari sem voru að leika sér á leiksvæði við annan leikskóla. Mamma þeirra hún Hanna Dís er að vinna á Lyngheimum og þeir voru þar undir lok dags að leika sér úti. Mér fannst þetta alveg frábært hjá Sindra mínum að benda mig á þá og við fórum inn á leiksvæðið, Sindri, Einar og Guðjón fóru strax að leika sér saman og ég spjallaði við mömmu þeirra. Við ætlum báðar að slaka vel á um helgina, njóta þess að vera með fjölskyldunni, sukka pínu í drykk og mat og kíkja á útsölur. góða helgi <330.janúar

Being home Posted on 31 Jan, 2014 14:11:06

Fyrrverandi stuðnigsbarnið okkar Hjalta bauð okkur í 11. ára afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn Lísa smiley
Lítla systir hennar, Gloría var að borða franska súkkulaðiköku á meðan pabbinn tók myndina en pínulítla systurinn, Daría var einmitt 1 mánuð og 1 dag í dag. Til lukku elskurnar.29.janúar

Being home Posted on 29 Jan, 2014 20:06:19


Sindra finnst gaman á leikskólanum.28.janúar

Being home Posted on 28 Jan, 2014 20:45:32

Hlustuðum á http://www.ruv.is/albumid eftir fréttum í dag, kláruðum að lita myndirnar, ég lék mér í smá súdókú og Sindri klipti út.

Hérna er einnig slóð á lagið sem okkur þótti mjög flott.

Ég táraðist aðeins við það. Eða þegar sonurinn sagði við mig, “mamma, þú átt tvo stráka.”

“Já, Sindri, og veistu, ég er rosalega glöð að eiga þá.”

http://www.youtube.com/watch?v=B_k_QSdrg6M#t=13Next »